iOS: Ef þú ert á aldrinum 30-45 ára þá spilaðir þú kannski gamla klassíska Breakout leikinn sem Atari gaf út árið 1976. 35 árum síðar þá er útgáfa af þessum leik komin í App Store fyrir öll iOS tæki og heitir Breakout Boost. Leikurinn kemur á 40 ára afmæli Atari fyrirtækisins.

Það er óhætt að segja að Breakout sé einn af  frægustu leikjum allra tíma ásamt Pong, Tetris, Donkey Kong og Mario Bros svo dæmi séu nefnd.

Leikurinn er ókeypis í App Store, og þá eru fimm borð í leikjum. Einnig er hægt að fá fleiri en 200 borð í gegnum In-App Purchase.

Breakout Boost [App Store]

 

Fróðleiksmoli: Steve Jobs vann hjá Atari árin 1974-1976 eða þar til hann stofnaði Apple. Á meðan hann var hjá Atari þá vann hann m.a. að gerð Breakout.

Ritstjórn
Author

Write A Comment