fbpx

Almennt er talið hver einstaklingur þurfi 8 tíma svefn á degi hverjum, til þess að hann hámarki getu og virkni í starfi og leik. Nýjar rannsóknir hafa svo leitt í ljós að þetta sé einstaklingsbundið, þannig að sumir einstaklingar þurfi minna eða meira en 8 tíma svefn á sólarhring á meðan aðrir þurfa 8 tíma svefn.

Vefsíðan Sleepyti.me (tengill neðst) miðar að því að hjálpa manni að vakna, hvort sem maður þarf að vakna eftir 3 tíma eða 9 tíma, án og markmiðið er að með notkun síðunnar að maður vakni ekki þreyttur eða önugur (þótt maður verði eflaust þreyttur þegar líður á daginn ef maður tekur einungis 2-3 tíma svefn)

Svefn mann skiptist í svefnskeið (e. sleep cycle) sem almennt vara í um það bil 90 mínútur. Sleepyti.me mælir út frá því klukkan hvað maður fer að sofa hvenær svefnskeiðum einstaklinga lýkur, þannig að þeir eiga auðveldara með að vakna.

Hægt er að nota Sleepyti.me með tvenns konar hætti. Annars vegar er hægt að slá inn hvenær maður þarf að vakna (sbr. eftirfarandi dæmi að neðan um hvenær mælt er með að einstaklingur sofni ef hann þarf að vakna kl. 8 að morgni)

Hins vegar getur maður slegið inn hvenær maður er að fara að sofa, og vefsíðan mælir með því hvenær stilla skuli vekjaraklukku, sbr. eftirfarandi dæmi þar sem tíminn 00:00 er notaður:

 

Author

Write A Comment