iOS 5/Jailbreak: Að neðan má finna ítarlegan leiðarvísi um hvernig hægt er að jailbreak-a iOS 5.0.1 með RedSn0w 0.9.10b4. Leiðarvísirinn virkar fyrir iPhone 3GS, iPhone 4, iPad 1 og iPod Touch (3. og 4. kynslóð)

RedSn0w hefur fengið nokkrar litlar uppfærslur eftir að upprunalegt jailbreak fyrir iOS 5.0.1. kom út, og með því nýjasta þá ættu notendur ekki að lenda í neinum vandræðum með iBooks eftir jailbreak.

Skref 1: Náðu í IPSW skrána fyrir þitt iOS tæki hér. Ef þú hefur ekki uppfært þitt iOS tæki í útgáfu 5.0.1, þá skaltu fara í iTunes, velja iOS tækið þitt. Síðan skaltu halda inni Option (Shift á Windows), og ýta á Restore með músarhnappinum. Þá ætti gluggi að birtast sem gefur þér þann valkost að finna skrána sem þú náðir í og hlaða henni inn á tækið þitt.

ATH! Ef þið eruð með aflæstan iPhone síma (sjá muninn á opnum, aflæstum og læstum símum) þá megið þið ekki gera einfalt restore í iTunes, heldur er nauðsynlegt að búa til sérstaka IPSW skrá sem uppfærir símann án þess að uppfæra baseband-ið á símanum.

Skref 2: Náðu í Redsn0w 0.9.10b4. [Windows útgáfa] [Mac útgáfa] og vistaðu á Desktop.

Skref 3: Opnaðu RedSn0w og smelltu á Extras, og Select IPSW. Þar skaltu velja IPSW skrána sem þú sóttir í skrefi 1. Ef þú hefur þegar uppfært í iOS 5.0.1 þá geturðu sleppt þessu skrefi.

(ATH! Ef þú ert með aflæstan síma (símar sem reiða sig á aflæsingu með UltraSn0w eða símar með Gevey SIM kort) , þá smellirðu hér á Custom IPSW. Þá býr RedSn0w til sérstaka IPSW skrá, sem þú restore-ar í iTunes. Þegar sú skrá er komin upp þá ferðu í gegnum jailbreak ferlið frá byrjun)

Skref 4: Nú skaltu smella á Jailbreak hnappinn í aðalskjá RedSn0w.


Skref 5: Nú skaltu slökkva á iOS tækinu þínu, og undirbúa það að koma iOS tækinu þínu í DFU Mode fylgja leiðbeiningum RedSn0w til að koma tækinu þínu í DFU Mode, en það er nauðsynlegt svo hægt sé að jailbreaka tækið.


Skref 6: Fylgstu nú VEL með RedSn0w, því forritið gefur þér nú ítarlegar leiðbeiningar um hvernig þú setur iOS tækið í DFU Mode.

Skref 7: Bíddu nú í örlitla stund (kannski 1-2 mínútur) eða þar til þú sérð þennan skjá í RedSn0w. Þar skaltu einungis haka við Install Cydia og smella á Next:

Skref 8: Nú hefst RedSn0w handa, og þú ættir að sjá einhverjar undarlegar línur og skipanir á iOS tækinu þínu. Þegar RedSn0w hefur lokið sér af þá mun tækið þitt endurræsa sig, jailbreak-ið er búið og RedSn0w ætti að birta eftirfarandi skilaboð:

 

Skref 9: Til hamingju. Nú hefurðu jailbreak-að iOS tækið þitt.

Author

1 Comment

  1. Því má svo bæta við að til að uppfæra síma sem eru unlockaðir með GEVEY SIM þarf að velja Custom IPSW fyrst, til að preserva basebandið.

Write A Comment

Exit mobile version