2 dögum síðar er untethered jailbreak komið fyrir iOS tæki með A5 örgjörva (þ.e. iPhone 4S og iPad 2). Forritið var gert af Chronic Dev Team og hefur fengið heitið Absinthe, en svokallað stjörnulið iPhone hakkara vann að því að búa til þetta untethered jailbreak. Jailbreak-ið kemur því ekki út í formi RedSn0w, Sn0wbreeze eða PwnageTool útgáfu eins og venjulega (ekki er þó loku fyrir það skotið að slík útgáfa komi út síðar).
Þetta jailbreak með Absinthe er því miður einungis í boði á Mac eins og er, en Windows og Linux útgáfur af forritinu eru væntanlegar innan tíðar. Svona jailbreak-ar þú iPhone 4S eða iPad 2 með Absinthe:
Skref 1: Náðu í Absinthe héðan.
Skref 2: Opnaðu Absinthe, en þegar þú opnar forritið þá lítur það svona út:
Skref 3: Nú ef tækið er ekki tengt við tölvuna með USB kapli þá skaltu tengja það við tölvu og smella síðan á Jailbreak. Á meðan forritið er að framkvæma jailbreak-ið þá muntu sjá „Restoring in process“ á tækinu þínu. Ekki örvænta þótt þetta sé ekki komið um leið, því þetta tekur lengri tíma en jailbreak með RedSn0w. Á meðan þetta ferli er í gangi þá máttu alls ekki fikta neitt í tækinu þínu. Láttu það alveg vera þangað það er búið að endurræsa sig og þú sérð Home Screen.
Skref 4: Þegar Absinthe hefur lokið sér af með því að endurræsa símann og Home Screen er á skjánum (eða Slide to unlock), þá skaltu fara í þinn iPhone / iPad, og finna Absinthe á Home Screen. Opnaðu Absinthe, það fer með þig á síðuna hjá greenpois0n, og síðan ætti tækið þitt að endurræsa sig. Þegar tækið hefur endurræst sig þá ætti Cydia að vera komið í stað Absinthe, og jailbreak-ið búið.
ATH! Ef Absinthe kemur ekki endurræsingarferli af stað, þá skaltu fara í Settings og kveikja á VPN. Hunsaðu villuna sem kemur (e. dismiss). Við það ætti tækið að endurræsa sig.
2 Comments
er þetta ekki einnig fyrir IPhone 4 ?
Nei, þá notarðu RedSn0w, sjá http://einstein.is/2012/01/17/jailbreak-fyrir-ios-5-0-1-med-redsn0w-leidarvisir/
Það má bæta því við að það er ekki komið jailbreak fyrir iOS 5.1 sem var kom út í gær.