IKEA Hackers Alþjóða verslunarkeðjuna IKEA þekkja allir húsgagnakaupendur. Verslunin stærir sig af því að búa til stílhrein húsgögn á viðráðanlegu verði, og nýtur almennt vinsælda meðal viðskiptavina sinna, bæði hérlendis og erlendis.

Einn galli er þó við IKEA, sem er sá að sökum vinsælda búðarinnar þá þekkja flestir það lúxus vandamál að fara í heimsókn til vinar eða ættingja, og sjá þar húsgögnin sem maður keypti í liðinni viku. Fyrir vikið eru húsgögnin ekki jafn einstök og eins og ef maður kaupir sófaborðið sitt erlendis eða í dýrari húsgagnabúðum hérlendis.

IKEA Hackers er vefsíða sem hóf göngu sína árið 2007 og er með ráð við þessum vandamálum. Vefsíðan sýnir lesendum dæmi og leiðbeiningar um hvernig þeir geta keypt vörur í IKEA, og gert þá eilítið öðruvísi, oftast án þess að mikill kostnaður hljótist af.

Sem dæmi má nefna LACK sjónvarpsskápana, sem eru með vinsælli vörum sem IKEA selur. Með því að fara út í næstu byggingarvöruverslun ættirðu að geta fengið nokkra hluti þannig að sjónvarpsskápurinn fari úr þessu hefðbundna útliti

yfir í dálítið retro útlit, sbr. eftirfarandi mynd:

Leiðbeiningar fyrir breytingarnar á LACK sjónvarpsskápnum má finna hér.

Author

Write A Comment