fbpx

Dropbox logoDropbox er þjónusta sem er í miklu uppáhaldi hjá Einstein, og hefur verið til umfjöllunar hjá okkur áður. Notendur þjónustunnar geta nú fengið allt að 5GB af viðbótarplássi á sínu svæði með því að taka þátt í Beta prófun á nýrri þjónustu fyrirtækisins. Þungamiðjan í nýjustu möguleikum Dropbox er að notendur getið hlaðið myndum og myndböndum sjálfkrafa á Dropbox svæði sitt þegar þeir tengja myndavélar, snjallsíma og SD minniskort við tölvuna sína.

Til þess að taka þátt í Beta prófun þá þarftu að vera með Windows eða Mac OS X uppsett á tölvunni þinni, og ná í nýjustu Beta útgáfuna af Dropbox (Windows útgáfa) (Mac útgáfa). Einnig má finna frekari upplýsingar um þessa Beta útgáfu á spjallsíðu Dropbox (uppfært: 4. des 2014: Þessi spjallsíða er ekki lengur uppi).

Áður en lengra er haldið þá mæla Dropbox-liðar með því að maður taki afrit af Dropbox möppunni sinni áður en lengra er haldið, til vonar og vara. Eftir að þú setur upp Beta útgáfu af Dropbox, þá skaltu bara tengja snjallsíma, myndavél eða SD kort við tölvuna og þá ætti gluggi svipaður þessum að birtast á skjánum:

Stuttu eftir að þú smellir á Start Import með þar til gerðu tóli frá Dropbox þá ættirðu að fá þau skilaboð á skjáinn að Dropbox plássið þitt hafi aukist, sbr. eftirfarandi mynd:

Með hverjum 500MB sem þú hleður inn með þessum Camera Importer möguleika frá Dropbox, þá færðu 500MB af plássi aukalega (m.ö.o. þá gengur ekki að hlaða inn nokkrum .avi skrám í Camera Uploads möppuna og ætlast til þess að plássið aukist jafnóðum).

Avatar photo
Author

1 Comment

Write A Comment