fbpx

SuperCook - Vefsíða vikunnar

Ef þú átt ísskáp (og eldhússkáp) fullan af mat en hefur ekki hugmynd um hvað þú átt að elda, þá getur vefsíðan SuperCook komið þér til hjálpar.

SuperCook er uppskriftasíða sem gerir þér kleift að bæta þeim innihaldsefnum sem þú vilt nota (eða eru til á heimilinu) og gefur þér uppskriftir í samræmi við valin innihaldsefni. Einnig er hægt að velja hvort um forrétt, aðalrétt eða eftirrétt er að ræða.

Einnig er hægt að undanskilja ákveðin innihaldsefni í uppskrift, sem getur gagnast þeim sem eru með ofnæmi eða óþol fyrir ákveðnum mat.

Avatar photo
Author

Write A Comment