fbpx

TeraCopyWindows: Að afrita skrár milli diska á Windows er ekkert grín, og þeir sem hafa segja ekki farir sínar sléttar af afritun gagna með Windows Explorer talar oft um Microsoft mínútur, sem á rætur að rekja til þess að 10 Microsoft mínútur jafngildi mögulega 15-20 raunmínútum.

Þá kynnum við til sögunnar TeraCopy, sem bindur enda á öll þessu vandamál.TeraCopy gerir einfalda hluti og gerir þá vel. Í fyrsta lagi þá afritar TeraCopy gögn hraðar en Windows Explorer. Í öðru lagi þá geturðu gert hlé á afritun með TeraCopy, og í þriðja lagi þá geturðu hætt við afritun á stöku skrám í ferlinu (t.d. ef þú ert að afrita 80GB safn af tónlist og manst að þú ert með stóran hluta af því á disknum nú þegar).

Einföld útgáfa er til af TeraCopy sem er ókeypis (og ætti að nægja flestum), en einnig er til Pro útgáfa sem kostar $19.95.

Avatar photo
Author

1 Comment

  1. Hef notað TeraCopy mikið á tölvuverkstæðinu hjá mér.
    Afrita mikið af gögnum daglega og það hefur aldrei reynst eins þæginlegt.

    Mæli sterklega með þessu litla snilldar forriti.

Write A Comment