fbpx

Angry Birds logoÞegar maður lítur á vinsældir Angry Birds, þá finnst manni heldur ótrúlegt að þegar leikurinn var enn í þróun þá munaði litlu að þessi vinsæli leikur myndi aldrei líta dagsins ljós, þar sem að rekstur leikjafyrirtækisins Rovio gekk miður vel.

Mikael Hed, forstjóri Rovio greindi frá þessu á dögunum, en faðir hans og helsti bakhjarl fyrirtækisins, Kaj Hed, átti í mestu vandræðum með að sjá hvernig fyrirtækið gæti starfað áfram, þar sem Rovio hafði verið starfrækt í nokkur ár og alltaf rekið með miklu tapi. Kaj hafði áformað að veðsetja fasteign foreldra sinna til að halda fyrirtækinu gangandi, en Mikael vildi forðast í lengstu lög að veðsetja heimili ömmu sinnar og afa.

Til allrar hamingju þá var ekki þörf á því, og Kaj Hed á nú fyrir salti í grautinn, en hann á 70% hlut í Rovio, sem metinn á u.þ.b. 750-1130 milljarða króna (6-9 milljarða dollara)

Heimild: AllThingsD
Avatar photo
Author

Write A Comment