Í gær þá gaf Apple út litla uppfærslu fyrir iOS stýrikerfið sitt, sem er nú komið upp í 5.1. Uppfærslan lagar ýmsar litlar villur, auk þess sem það gerir notendum kleift að eyða myndum úr Photo Stream, auðveldar fólki að taka myndir þegar síminn er læstur, og bætir andlitsgreiningu í myndavélaforritinu. Von allra notenda er sú að rafhlöðuvandamál í iOS 5 séu úr sögunni með iOS 5 uppfærslunni.
Að neðan má finna tengla á iOS 5 fyrir áhugasama. Við bendum þó þeim sem eru með aflæsta síma, þ.e. ýmist iPhone 4 símar með GEVEY korti, eða símar sem aflæstir eru með Ultrasn0w að uppfæra ekki, þar sem að síminn læsist þá við uppfærsluna.
- iPad 1
- iPad 2 Wi-Fi
- iPad 2 3G+WiFi
- iPhone 3GS
- iPhone 4
- iPhone 4S
- iPod touch 3G
- iPod touch 4G
- iPad 3 Wi-Fi
- iPad 3 4G+WiFi
- Apple TV 2 (9B179b1)
- Apple TV 3 (9B179b1)