fbpx

Google Maps uppfært í 6.4.0 [Android]

Google Maps á Android fékk uppfærslu á dögunum í útgáfu 6.4.0 fyrir Android tæki sem geta keyrt Android 4.0 (Ice Cream Sandwich). Með uppfærslunni var leiðsagnarvalmynd forritsins einfölduð til muna.

Eins og Android notendum er eflaust kunnugt um, þá býður Google Maps upp á GPS leiðsagnarkerfi fyrir Android síma. Að neðan má sjá mynd af leiðsagnarvalmyndinni í uppfærðri útgáfu forritsins:

Google Maps er komið með uppfærða leiðsagnarvalmynd

Google Maps er ókeypis og fáanlegt í Google Play búðinni.

Google Maps [Google Play]

Author

Write A Comment