XBMC EDEN Beta 2Í síðustu viku greindum við frá því hvernig Mac notendur  með Lion stýrikerfið spila efni af tölvum sínum á Apple TV með XBMC, sem með öðrum orðum er búið að jailbreaka. Ferlið fyrir Windows notendur er einfaldara en á Mac, þar sem ekki þarf að setja upp neinn hugbúnað til að deila efni af Windows 7. Nú kemur einfaldur leiðarvísir sem sýnir hvernig þetta er gert.

Skref 1: Smelltu á Network Internet Access merkið niðri í hægra horninu í System Tray. Þar skaltu opna Network and Sharking Center.

Skref 2: Þar skaltu finna Choose homegroup and sharing options. Þegar þú finnur það, þá ættirðu að vera í glugganum Change Homegroup settings. Í þeim glugga skaltu smella á Leave the homegroup… Windows biður þig um að staðfesta óskir þínar. Gerðu það og smelltu á Leave the homegroup.

Skref 3: Nú birtist síða með skilaboðunum Share with other home computers running Windows 7. Þar skaltu smella á tengilinn sem merktur er Change advanced sharing settings…

Skref 4: Nú ertu eflaust á síðunni Change sharing options for different network profiles. Hafðu eftirfarandi stillingar þar:

Network Discovery: ON.
File and printer sharing: ON.
Public folder sharing: Valkvætt. Getur verið bæði OFF eða ON.
Media Streaming: Þótt þetta sé meginpunktur greinarinnar, þá varðar Media Streaming valmöguleikinn ekki XBMC.
Password protected sharing: OFF.
HomeGroup connections: Skiptir ekki máli.

Smelltu síðan á Save changes, og lokaðu glugganum sem merktur er Share with other home computers running Windows 7.

Skref 5: Hægri smelltu á möppuna sem þú vilt deila. Farðu með músina yfir Share with og þá ættu valmöguleikarnir „Nobody, Homegroup (read), Homegroup (read/write), Specific people“ að birtast. Smelltu á Specific people…

Skref 6: Nú birtist valmynd á skjánum með skilaboðunum Choose people to share with. Hér skaltu velja Everyone, og smella síðan á Share.

Skref 7: Farðu í Apple TV-ið, veldu Videos > Files (ef þú ert að bæta við myndböndum, annars Music eða Pictures), og þar skaltu velja Add Videos.

Skref 8: Smelltu á Browse og finndu Windows network (SMB) og smelltu á það. Nú sérðu að öllum líkindum möppuna WORKGROUP. Smelltu á hana og þá ættirðu að sjá möppuna sem þú varst að deila. Þegar þú ert kominn inn í möppuna þá skaltu ýta á vinstri takkann á Apple TV fjarstýringunni og smella á OK.

Skref 9: Þegar þú ert búin að velja OK í skrefi 3, þá þarftu að skilgreina hvort þetta efnið séu sjónvarpsþættir (TV Shows), kvikmyndir (Movies), tónlistarmyndbönd (Music Videos) eða blandað efni (None).

ATH! Ef þú vilt bæta við óskipulagðri möppu, sem er t.d. með tónlist, myndbönd, kvikmyndir og þætti allt í bland þá gerirðu það sama, nema velur None í staðinn fyrir TV Shows eða Movies. Þá geturðu bara skoðað efnið í Files en ekki undir Movies eða TV Shows.

Ritstjórn
Author

Write A Comment