fbpx

Með útgáfu nýrra iOS kerfa, lenda eigendur eldri tækja í því að þau verða hægari í keyrslu. Þetta var tilfellið með iPhone 3G í iOS 4, og virðist aftur vera að gerast með iPhone 3GS á iOS 5. Ef þú hefur jailbreakað iPhone símann þinn (eða iPad, iPod Touch) og vistað svokölluð SHSH blobs þá geturðu niðurfært í lægri útgáfu á ný. Ástæðan fyrir því að þörf er á að vista þessi SHSH blobs, er að Apple vottar allar uppfærslur, og þegar nýjar uppfærslur koma út, þá hætta þeir að votta eldri kerfi.

Til að sjá hvaða kerfi þú getur niðurfært í þá þarftu eins og áður var nefnt að vera með jailbreak-að tæki. Byrjaðu þá að opna Cydia, og á forsíðunni ættirðu að sjá lista yfir þau kerfi sem þú getur niðurfært í, eitthvað í líkingu við þetta:

SHSH Blobs

Þegar þú sérð hvaða blobs eru á þessum lista, þá geturðu náð í IPSW hugbúnaðarskrá fyrir þá útgáfu. Lista yfir allar helstu iOS útgáfur má finna hér. Ef þú ert með jailbreakað tæki, SHSH blobs eru vistuð á vefþjóni Cydia (sbr. mynd að ofan) og vilt niðurfæra kerfið á iOS tækinu þínu, þá skaltu fylgja eftirfarandi leiðarvísi:

Skref 1: Náðu í þá iOS útgáfu sem þú vilt setja upp á tækinu þínu.

Skref 2: Tengdu iOS tækið þitt við tölvu með USB kafli. Settu tækið þitt í DFU Mode. Það gerirðu með því að slökkva á tækinu, og halda síðan inni Power+Home tökkunum í 10 sekúndur, en þá skaltu sleppa Power takkanum, en halda Home takkanum áfram inni í 10 sekúndur til viðbótar. Þú sérð að tækið er komið í DFU Mode þegar ekkert sést á skjánum.

(Ef þú ert í vafa um hvernig þú setur tækið í DFU Mode, þá geturðu náð í PwnageTool á Mac, eða iReb á Windows, en hvort forrit um sig er með DFU hjálpara, sem fylgir þér í gegnum ferlið skref fyrir skref, og lætur þig vita hvort tækið sé komið í DFU mode eða ekki.).

Skref 3: Nú þarftu að breyta Hosts skránni.
Á Windows þarftu að hægri smella á Notepad og velja Run as Administrator. Veldu þar Open File, farðu í möppuna Windows > System 32 > drivers > etc. Í þeirri möppu skaltu opna  Hosts og setja inn eftirfarandi línu neðst í skjalið:

74.208.105.171 gs.apple.com

Þegar þú hefur sett þetta gildi inn þá skaltu finna Command Prompt, hægri smella á það og velja Run as Administrator. Þar skaltu slá inn línuna að neðan og ýta á Enter.

ipconfig /flushdns

Á Mac skaltu fylgja þessum leiðbeiningum, nema í staðinn fyrir að taka línurnar út þá seturðu inn gildið  74.208.105.171 gs.apple.com

Skref 4: Eftir að þú hefur breytt Hosts skránni þá skaltu opna iTunes, og velja iOS tækið þitt. Haltu inni Shift og ýttu á Restore (Windows) eða Alt ýttu á Restore (Mac), finndu IPSW skrána sem þú sóttir í skrefi 1 og byrjaðu að hlaða skránni inn á iOS tækið þitt.

Skref 5: iTunes mun gefa þér 10xx villu (að öllum líkindum Error 1015), en þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því.

Skref 6: Nú þarftu að koma iOS tækinu þínu úr Recovery Mode. Það gerirðu með því að ná í sérstaka útgáfu af Tiny Umbrella (Fix Recovery), sem virkar fyrir iOS 4.2.x og 4.3.x. Nærð í hana hér [Mac útgáfa | Windows útgáfa].

Athugið að ef þú nærð í Windows útgáfuna þá þarftu einnig að ná í þessa skrá (Zlib1.dll) og setja hana í sömu möppu og fixrecovery43.exe.

Skref 7: Opnaðu iTunes hafðu það opið í bakgrunni. Settu svo tækið þitt í DFU Mode, með því að halda inni Power+Home tökkunum í 10 sekúndur („hundrað og einn… hundrað og tveir… hundrað og þrír“). Eftir 10 sekúndur skaltu sleppa Power takkanum, en halda Home takkanum ennþá inni í 10 sekúndur til viðbótar. Þú sérð að tækið er komið í DFU Mode þegar ekkert sést á skjánum. Ekki loka iTunes.

Skref 8: Opnaðu fixrecovery43 eða fixrecovery421, eftir því hvaða útgáfu þú notar, og bíddu þangað til forritið kemur iOS tækinu þínu úr Recovery Mode. Athugið að þú verður að vera með virka internettengingu, af því fixrecovery forritið þarf að sækja skrár frá vefþjóni Apple til að laga tækið þitt.

Skref 9: Þegar þú sérð Exiting libpois0n á skjánum þá geturðu aftengt iOS tækið. Leyfðu því samt að klára ferlið sem er í gangi á tækinu sjálfu. Tekur almennt 1-3 mínútur.

Skref 10: Búið, ef allt gekk að óskum, þá ættirðu að vera búinn að niðurfæra niður í iOS 4 á tækinu þínu. Þægilegast er að niðurfæra í 4.3.3 því þá geturðu jailbreak-að tækið í Safari án atbeina tölvu, sbr. eftirfarandi leiðarvísi.

Að lokum, þá mælum við með því að fjarlægja gildin úr Hosts skránni í skrefi 3 þegar þú hefur lokið þér af, svo þú lendir ekki í vandræðum með uppfærslur þegar fram líða stundir.

Heimildir: RedmondPie | Jaxov
Avatar photo
Author

2 Comments

  1. hvað er langt í jailbrake fyrir 6.0.1 fyrir Ipad 2 ???
    Keypti mér nýjan pad í USA og hann var í 6.0.1 og ég get með engu móti komið honum í 5.1.1

    • Það er erfitt að segja til um það. Það er þegar komið jailbreak fyrir iOS 6, en það er einungis tethered og fyrir iPhone 4 og eldri tæki. Vandamálið virðist vera A5 örgjörvinn, að jailbreaka tæki sem eru með hann.

Write A Comment