fbpx

iPhoneFólk getur setið uppi með læstan iPhone síma af ýmsum ástæðum, hvort sem það er vegna flutninga eða óprúttins sölumanns í búð.

Ef iPhone síminn þinn er með ákveðna útgáfu af modem firmware, sem í daglegu tali kallast baseband, þá geturðu aflæst símanum eftir að þú framkvæmir jailbreak á honum.

En til að aflæsa símanum, þá þarftu fyrst þarftu að komast að því hvaða baseband útgáfa er á honum.Til að finna hana þá skaltu fara í Settings > General > About. Skrunaðu niður þangað til þú sérð Modem Firmware.

Ef Modem Firmware er eitt af eftirfarandi, þá er hægt að aflæsa símanum með forritinu ultrasn0w, sem er fáanlegt ef þú jailbreakar símann þinn:

iPhone 3G/3GS: 04.26.08, 05.11.07, 05.12.01 og 06.15.00 (iPad baseband)

iPhone 4: 01.59.00

[sws_bootstrap_label_default labeltype=“label label-warning“]Ath![/sws_bootstrap_label_default] Ef síminn þinn er með baseband útgáfu 06.15.00 þá máttu ekki einfaldlega uppfæra símann í iTunes, því þá mun forritið gefa þér villu, heldur þarft að gera það með hjálp Redsn0w.

Ef iPhone 4 baseband útgáfan er einhver önnur en 01.59.00 þá þarftu að reiða þig á GEVEY aflæsingarkort

Avatar photo
Author

Write A Comment