Eins og flestir iOS-og-Facebook notendur hafa tekið eftir, þá geta notendur ekki lengur sent skilaboð úr Facebook forritinu, því gerir Facebook þann áskilnað að einstaklingar hafi bæði Facebook og Facebook Messenger forritin uppsett á iPhone símum sínum.
Að framkvæma jailbreak á iOS tæki er áhugaverð aðgerð. Því fylgja ýmsir kostir og gallar, og notendur vilja stundum fjarlægja Cydia og allt sem fylgir því að hafa framkvæmt jailbreak og nota iOS stýrikerfið eins og Apple vill að við gerum. Þá er spurningin, hvernig gerir maður það?
Kínverskur forritarahópur, Pangu, hefur gefið út nýtt forrit sem gerir notendum kleift að framkvæma jailbreak á iOS tækjum sem eru með iOS 7.1.1 uppsett á tækjum sínum.
Streymiþjónustan Spotify hefur notið gífurlegra vinsælda hérlendis síðan fyrirtækið byrjaði að bjóða þjónustu sína opinberlega á Íslandi fyrir rúmu ári.
BiteSMS, eitt allra vinsælasta jailbreak forritið í Cydia búðinni, er á 30% afslætti í tæpa viku, eða til 9. mars næstkomandi.
Jailbreak fyrir nýjustu útgáfu af iOS er jafnan beðið með mikilli eftirvæntingu, og leit dagsins ljós stuttu fyrir síðustu jól. Þetta jailbreak þótti nokkuð umdeilt, og því ákváðum við að bíða með umfjöllun um það þangað til öldurnar lægði aðeins.
iPhone Dev-Team hefur sent frá sér nýja útgáfu af RedSn0w, sem gerir notendum kleift að framkvæma jailbreak á tækjum sínum og auka þannig möguleika tækjanna. Redsn0w 0.9.15b3 kemur með stuðningi fyrir iOS 6.1.3
Lengi vel var hægt að framkvæma jailbreak á Apple TV 2 með forritinu Seas0nPass, þar til nú. Ástæðan er sú að Apple gaf út nýja útgáfu af iOS sem sniðið er að Apple TV, og hætti í kjölfarið að votta uppsetningu á eldri útgáfum af stýrikerfinu. Mac notendur geta nú framkvæmt jailbreak á Apple TV með útgáfu 5.2.1 (Windows útgáfa er væntanleg).
Jailbreak-ið sem er komið er svokallað tethered jailbreak, sem þýðir að ekki er hægt að endurræsa Apple TV spilarann og halda jailbreak-inu nema spilarinn sé tengdur við við tölvu, og Seas0nPass sé notað til að kveikja á honum (velur Boot Tethered í Seas0nPass). Blessunarlega þá þarf maður ekki að gera þetta tethered boot nema örsjaldan, þar sem að spilarinn slekkur aldrei alveg á sér.
Að neðan má finna leiðarvísi til að framkvæma tethered jailbreak á Apple TV 2 með útgáfu 5.2.1:
XBMC 12.0 (eða XBMC Frodo) kom út fyrir rúmum mánuði, sem hafði í för með sér ýmsar nýjungar, t.d. betri AirPlay stuðning (hvort sem forritið er uppsett á t.d. Windows, Mac eða Apple TV), stuðning fyrir HD hljóð og margt fleira.
Þeir sem hafa ekki enn sett upp forritið í Apple TV geta gert það með því að fylgja eftirfarandi leiðarvísi:
Hér á Einstein.is fylgjumst við alltaf með nýjum forritum sem gera manni kleift að framkvæma jailbreak á iPhone, iPad og iPod touch, og birtum jailbreak leiðarvísa fyrir lesendur svo þeir geti framkvæmt jailbreak sjálfir á tækjum sínum.
Leiðarvísarnir eru oftast nokkuð einfaldir: Tengja síma, keyra jailbreak forrit, bíða aðeins og allt búið eftir 5-10 mínútur.
Jailbreak aðferðirnar hafa þó ekki alltaf verið svona einfaldar, en til þess að framkvæma fyrsta jailbreak-ið fyrir iPhone og iPod touch árið 2007 þá þurfti maður að fylgja 74 skrefa leiðarvísi.
Glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir því að reglulega koma greinar inn hér inn á Einstein.is sem lúta að því hvernig jailbreak er framkvæmt á iOS tækjum, eða jafnvel sérstökum jailbreak forritum.
Margir spyrja sig gjarnan hvaða gagn það geri að framkvæma þetta jailbreak á iPhone, iPad eða iPod Touch, og hvort tækið líði eitthvað fyrir það. Hér á eftir reynum við að svara þeim spurningum, og fara yfir kosti og galla þess að framkvæma jailbreak.