Google logoGoogle borgar Apple 1 milljarð dollara á ári, eða sem nemur 127 milljörðum króna miðað við núverandi gengi, svo að leitarvél fyrirtækisins sé sjálfgefin leitarvél í Safari vafranum frá Apple. Ben Schachter sérfræðingur hjá fjárfestingarfyrirtækinu Macquarie greindi nýlega frá þessu.

Schachter sagði að Google leitarniðurstöður á Apple tækjum hafi skilað 1,3 milljörðum dala í tekjur, þannig að nettó hagnaður Google væri u.þ.b. 300 milljón dalir, eða 3,8 milljarðar króna. Talið er að það myndi ekki hafa nein áhrif fyrst um sinn ef Apple myndi breyta um sjálfgefna leitarvél á tækjum sínum, en til lengri tíma gætu auknar vinsældir iPad spjaldtölvunnar haft áhrif á tekjuöflun hjá leitarvélarisanum mikla.

Ritstjórn
Author

Write A Comment