fbpx

 

Súraldinsneið í vatni

Þegar maður vill fá kaldan drykk með sítrónu, þá er heldur leiðinlegt að setja bæði klaka og sítrónu í glasið ef ætlunin er að fá sér meira en tvo sopa í einu glasi. Hægt er að slá tvær flugur í einu höggi með því að skera annaðhvort súraldin (e. lime) eða sítrónu í litlar sneiðar og smella þeim inn í frysti. Færð þá bæði bragðbætinguna úr ávextinum, auk þess sem drykkurinn helst kaldur.

Með því að setja súraldin- eða sítrónusneiðar í drykkinn þinn, þá ertu einnig laus við vatnsþynntan drykk eins og þegar venjulegur klaki bráðnar í glasi. Eina sem þú þarft að gera er að hafa nógu stóran frysti þannig að þú getir sett sneiðarnar inn í bakka, svo þær festist ekki saman.

Mynd: Flickr
Avatar photo
Author

Write A Comment