fbpx

Margir hafa beðið eftir jailbreak-i fyrir Apple TV 5.0 með mikilli eftirvæntingu eftir að jailbreak fyrir Apple TV 5.0 myndi koma, einkum svo hægt sé að setja upp forritið forritið XBMC. Til allrar hamingju þá er biðinni lokið.

Jailbreak-ið sem er komið er svokallað tethered jailbreak, sem þýðir að ekki er hægt að endurræsa Apple TV spilarann og halda jailbreak-inu nema spilarinn sé tengdur við við tölvu, og Seas0nPass sé notað til að kveikja á honum (velur Boot Tethered í Seas0nPass). Blessunarlega þá þarf maður ekki að gera þetta tethered boot nema örsjaldan, þar sem að spilarinn slekkur aldrei alveg á sér.

Að neðan má finna leiðarvísi til að framkvæma tethered jailbreak á Apple TV 2 með útgáfu 5.0:

Skref 1

Náðu í nýjustu útgáfuna af Seas0nPass. (Windows útgáfa) – (Mac útgáfa)

Skref 2:

Opnaðu Seas0nPass. Eftir að Seas0nPass er komið þá skaltu smella á  Create IPSW hnappinn.

Skref 3:

Þegar Seas0nPass hefur búið til IPSW skrá, þá biður forritið þig um að tengja Apple TV við tölvuna með micro-USB kapli og setja það í DFU Mode.

Skref 5:

Seas0nPass opnar iTunes fyrir þig, og setur IPSW skrána inn. Eftir að Restore hefur klárast í iTunes, þá skaltu taka micro-USB snúruna úr sambandi í stutta stund. Þetta er mikilvægt svo að hið svokallaða tethered boot muni virka almennilega á eftir.

Framkvæmdu Tethered Boot með Seas0nPass

Skref 1: Farðu nú með Apple TV spilarann að sjónvarpinu (en ekki tengja við HDMI alveg strax).

Skref 2: Opnaðu Seas0nPass og veldu Boot Tethered.

Skref 3: Seas0nPass biður þig aftur um að tengja Apple TV við tölvuna með micro-USB kapli OG rafmagnssnúru, svo hægt sé að setja það í DFU Mode. Fylgdu leiðbeiningum á skjánum til að setja Apple TV í DFU Mode.

Skref 4: Eftir að skilaboðin „Tethered boot complete!“ koma í Seas0nPass, þá skaltu skipta út micro-USB snúrunni fyrir HDMI-snúru. Athugaðu samt að nauðsynlegt er að tengja HDMI kapalinn á meðan ljósið framan á Apple TV er ennþá að blikka.

Skref 5: Allt búið. Í besta falli þarftu ekki að gera þetta aftur, en annars er þetta alls ekki jafn erfitt og sumir gera sér í hugarlund.

Avatar photo
Author

4 Comments

  1. Ef tethered jailbreak er sett upp, Er hægt ad setja untethered jailbreak yfir tad tegar tad kemur? 🙂

    • Nei í rauninni ekki, þú verður þá að jailbreak-a aftur.

      Ef stefnan er að setja upp XBMC, þá er hægt að taka afrit af öllum viðbótum (e. add-ons) og myndum sem eru í í forritinu, þannig að auðvelt er að setja það upp aftur.

      Leiðarvísir til að gera það er væntanlegur í næsta mánuði.

  2. Júlíus Júlíusson Reply

    Sælir verið þið mig langar að vita hvaða útgáfu þið mælið með að kaupa af Apple TV til að geta nota með góðum hætti hér á landi?

    • Hvað jailbreak varðar þá mælum við með Apple TV 2, en þar sem það er illfáanlegt þá er Apple TV 3 líka þrusugræja, og býður upp á 1080p upplausn ólíkt Apple TV 2 sem styður að hámarki 720p.

Write A Comment