fbpx

Galaxy S III

Í gær kynnti raftækjaframleiðandinn Samsung nýjan síma til sögunnar sem á að taka við keflinu af Galaxy S II. Síminn ber nafnið Galaxy S III (ekki bara Apple sem nenna ekki lengur að spá í nöfnum fyrir tækin sín), og er hlaðinn betri vélbúnaði en forveri sinn.

Galaxy S III

Galaxy S III skartar 1.4 GHz Exynos 4 fjögurra kjarna örgjörva, 4,8 tommu 720p Super AMOLED skjá, 8MP myndavél og 1GB í vinnsluminni. Fyrir þá sem búa í borgum með 4G LTE net þá styður síminn þá gagnaflutningstækni einnig.

Þá er síminn stærri (really?), þynnri og tæknilega betri en forveri sinn, og á eflaust eftir að verða vinsæll sími bæði hérlendis og erlendis. Síminn kemur á markað í 145 löndum í lok maí.

Í myndaalbúminu hér að neðan má sjá myndir sem Samsung sendi frá sér þegar fyrirtækið kynnti símann

[nggallery id=11]

 

Avatar photo
Author

Write A Comment