Margir eru þeirrar skoðunar Google+ séu enn ein mistökin frá Google á sviði samfélagsmiðla, en fyrirtækið hefur áður sent frá sér þjónusturnar Google Orkut og Google Buzz sem féllu í grýttan jarðveg hjá fjöldanum (Google Buzz heyrir sögunni til, en Orkut nýtur mikilla vinsælda í Brasilíu).
Notendafjöldi Google+ er þó talsverður, og síðan samfélagsmiðlinum var ýtt úr vör fyrir rúmu ári síðan, þá eru nú meira en 170 milljón manns sem eru skráðir notendur á Google+.
Sama hvaða tilfinningar maður ber til fyrirtækisins, þá er ekki hægt að halda öðru fram en að Google+ 2.0 fyrir iPhone sé eitthvað minna en glæsilegt, en hönnunarteymi Google+ fékk að leika lausum hala og gerði svo sannarlega vel úr því.
Það hefur sætt nokkurri gagnrýni að útgáfan komi fyrst á iPhone símann frá Apple, í ljósi þess að Android stýrikerfið er í eigu Google. Hvað sem öðru líður þá er forritið glæsilegt. Í eftirfarandi myndbandi má sjá forritið í allri sinni dýrð: