fbpx

Facebook forritið hefur frá upphafi App Store búðarinnar verið meðal vinsælustu forritanna þar. Samt sem áður hafa flestir notendur forritsins verið allt annað en ánægðir með forritið, og sumir jafnvel gengið svo langt að sniðganga forritið og nota þess í stað farsímaútgáfuna í Safari.

Fyrr í sumar bárust fregnir af því að Facebook væri að undirbúa nýtt og hraðara forrit, og í gær kom uppfærsla á forritinu sem margir höfðu beðið eftir með mikilli eftirvæntingu.

Facebook útgáfa 5.0Það sem notendur munu taka eftir er að fréttaveitan er fljótari að hlaðast auk þess sem myndir eru fljótlegri að hlaðast. Þá hafa Facebook-liðar bætt við nýjum borða í forritið, sem gerir manni kleift að sjá nýjar stöðuuppfærslur sem hafa verið birtar á meðan maður er að skoða fréttaveituna.

iPad notendur fá einnig Timeline með uppfærslunni, en sú uppfærsla hefur farið misvel í notendur.

Í myndbandinu að neðan má einnig sjá forritið í notkun:

Facebook forritið er sem fyrr fáanlegt í App Store búðinni, og er ókeypis.

Avatar photo
Author

Write A Comment