Camera+ hefur verið eitt vinsælasta myndavélaforritið í App Store frá því það kom út, og þegar þetta er ritað þá hefur meira en 9 milljón eintökum af iPhone útgáfunni verið halað niður.
Þar sem að margir, einkum ferðamenn, nota myndavélina á iPadinum sínum talsvert mikið þá sáu þeir hjá X sig knúna til að gera iPad útgáfu af forritinu sínu.
Með forritinu geturðu gert ýmsar breytingar á myndunum þínum, bætt við ýmsum filterum, breytt hlutföllum myndar og margt fleira. Forritið kemur einnig með iCloud stuðningi, þannig að nú er hægt að stilla saman myndir á iPhone og iPad ef þú átt hvort tveggja í tækjasafninu þínu.
Camera+ fæst í App Store og kostar $0.99 (hvor útgáfa).
Camera+ – iPad útgáfa [App Store]
Camera+ – iPhone útgáfa [App Store]