iPad Mini mun verða kynntur þann 23. október næstkomandi samkvæmt blaðamanni AllThingsD, sem almennt eru traustur fréttamiðill varðandi Apple orðróma. Dagsetningin þykir einkennileg, því Apple hefur almennt kynnt nýjar vörur á miðvikudögum en ekki þriðjudögum.
Talið er að iPad mini muni koma með tæplega 8″ skjá (7,85), mögulega nýrri myndavél. Þýska raftækjaverslunin Media Markt er komin með iPad mini í tölvuna hjér sér, þar sem stendur að verðið á iPad mini sé frá €249 (u.þ.b. 40.000 krónur miðað við núverandi gengi).
Ef myndin að ofan gefur rétta mynd af bæði verði og úrvali iPad Mini spjaldtölvunnar, þá má einnig sjá að hægt verður að mörg mismunandi módel af tölvunni, þ.e. með minni allt frá 8GB og upp í 64GB, auk þess sem hægt verður að kaupa Wi-Fi útgáfu eða Wi-Fi+3G/4G.
Hugmyndir um þróun spjaldtölvu á stærð við iPad Mini komu fyrst á teikniborðið hjá Apple áður en iPhone síminn kom út en Steve Jobs skaut þeir hugmyndir niður, þar sem hann sagði slíkt tæki vera með of lítinn skjá, sem myndi ekki gagnast í neitt nema vafra um netið á salerninu.