Fyrirtækið Pocket, sem hét áður Read It Later, hefur nú gefið út Mac útgáfu af forritinu sínu.
Fyrirtækið segir að yfir 6 milljón notendur forritsins muni njóta góðs af því að geta einnig nálgast greinar sem þeir vista í Mac forritinu, sem bætist í flóruna en forritið er einnig fáanlegt á iOS, Android og Kindle Fire.
Pocket er eitt af helstu „Read It Later“ forritunum í dag, og býður manni upp á að vista efni af vefsíðum og lesa síðar án þess að þörf sé á internettengingu.
Auk þeirra eiginleika sem notendur forritsins þekkja úr iOS, Android og Kindle Fire þá kemur Mac útgáfan einnig með nokkrum nýjum fídusum. Ber þar helst að nefna möguleikann til að hala niður grein aftur ef hún birtist einkennilega í forritinu. Einnig er hægt að vista grein frá klippiborðinu (þ.e. afrita veffang eða texta yfir í forritið) eða með því að draga efni yfir í forritið.
Pocket fæst Mac App Store og er ókeypis.
1 Comment
Þetta er snilldar þjónusta. Finnst samt vefútgáfan þægilegust í Mac-anum.