Macbook Pro

Er Mac tölvan þín sé ekki jafn hröð og yndisleg eins og þegar þú keyptir hana á sínum tíma. Hvort sem þú keyptir hana fyrir 1, 2 eða 5 árum þá má vera að þér finnist einhvern veginn allt keyra hægara á henni.

Ef þú lest áfram þá koma þrjú ráð við því hvernig þú getur lengt líftíma tölvunnar þinnar um nokkur ár.

Forsníða tölvu (e. format)

Það fyrsta á listanum sem hægt er að gera til að lífga aðeins upp á tölvuna er að forsníða (e. format) tölvuna, eða það sem í daglegu tali kallast að formatta hana. Þetta kostar þig ekki krónu, og hefur einfaldast nokkuð með tilkomu Lion og Mountain Lion stýrikerfunum því þá geturðu formattað diskinn, sótt stýrikerfið í gegnum netið og sett það upp nýju. Enginn stýrikerfisdiskur nauðsynlegur! Margir myndu nefna hér ýmsu „hreinsiforrit“ eins og OnyX til að framkvæma viðhaldsaðgerðir á tölvunni. Reynslan okkar sýnir að slík forrit séu eins og að setja lítinn plástur á stórt sár.

Þessi aðgerð kemur helst til álita ef þú vilt nota tölvuna þína áfram og að hún verði aðeins frískari, en vilt ekki eyða pening í hana. Áður en farið er í þessa aðgerð þá skaltu taka afrit af þeim gögnum sem þú vilt ekki að fari til spillis (t.d. með því að nota Dropbox).

Ástæðan fyrir því að þetta bætir tölvuna, er að með mikilli notkun á tölvunni þinni þá safnast alltaf saman ákveðnar skrár, nokkuð sem við getum kallað ruslskrár, t.d. leifar af forritum sem er eytt, forritum sem eru ekki í notkun, sneisafullt Desktop og svo framvegis. Með því að formatta tölvuna þá geturðu byrjað frá grunni, og sett upp tölvuna eins og þú hafir keypt hana úti í búð.

 

Tölvan verður stopp þegar ég opna mörg forrit

Þú kveikir á tölvunni, þá viltu taka nethringinn þinn. Opnar Chrome (eða annan vafra), ferð á Facebook, mbl.is, Einstein.is, Vísi. Síðan viltu hlusta á tónlist eða tengja iPhone símann þinn við tölvuna og opnar iTunes. Svo hefst lærdómurinn og þú opnar Microsoft Word. Þá er allt í einu allt stopp og strandboltinn sem er sjáanlegur hér til hægri er allsráðandi. Kannastu við þetta?

Ef þér finnst ekki viðunandi að geta ekki keyrt þetta allt í einu þá þarftu að bæta vinnsluminnið í tölvunni þinni. Þú getur séð hversu mikið vinnsluminni er í tölvunni þinni með því að smella á Apple merkið uppi í vinstra horninu og velja þar About This Mac. Þar ættirðu að sjá hversu mikið minni er í tölvunni þinni. Ef það er 2GB eða minna þá mælum við eindregið með því að uppfæra minnið.

 

Tölvan mín er endalaust lengi að öllu

Ef þú getur kveikt á tölvunni, farið í sturtu og borðað morgunmat, og stýrikerfið er ekki búið að ræsa sig þegar þú kemur aftur á tölvunni þá er eitthvað mikið að. Allt í lagi… við ýkjum talsvert, en ef þú átt gamla (eða jafnvel nýja) tölvu, þá er tölvan þín eflaust tæpa mínútu að kveikja á sér, og 5-10 sekúndur að opna stór forrit á borð við iTunes og Word.

Hvernig bætir maður úr þessu?
Það sem þú þarft er SSD diskur. SSD diskur minnkar sóknartímann þannig að tölvan ræsir sig á 10-20 sekúndum, og forritin opnast áður en þú nærð að depla augunum. Á myndinni hér fyrir neðan er munurinn á SSD og SATA diskum útskýrður. Hægt er að smella á myndina til að sjá hana stærri.

[singlepic id=169 w=600 h=307 mode=web20 float=center]

Með nokkurri einföldun, þá má segja að með hefðbundnum diskum þá ertu sjálfur skokka út í búð að kaupa mjólk, en með SSD disk þá er með Usain Bolt, heimsmethafi í 100m hlaupi, að spretta eftir mjólkinni.

Eini gallinn við SSD diska er að gígabætið er ansi dýrt í þeim. Til samanburðar þá kosta 60GB SSD diskar oft svipað mikið og hefðbundnir 500GB SATA diskar. Þarna tapast því ansi mikið pláss ef maður skiptir út gamla disknum fyrir nýja.

Ef þú ert efins um árangurinn og heldur að myndin að ofan gefi ekki rétta mynd af slíkri uppfærslu þá mælum við með því að þú horfir á myndbandið hér fyrir neðan sem sýnir hversu langan tíma tölva með  SSD disk og sams konar tölva með hefðbundnum SATA disk eru að kveikja á sér og ræsa nokkur þung forrit frá Adobe.

 

Mig langar í SSD disk… en ég vil líka halda gamla disknum. Er það mögulegt?
Já, heldur betur. Einföld lausn er til við þessu. Verslunin Macland er ein af helstu Apple verslunum hérlendis, og hefur sérhæft sig í því að setja svokallaðan tvöfaldara (e. data-doubler) í Apple tölvur, ungar sem aldnar.

Það sem þeir gera með þessari aðgerð er að taka geisladrifið úr tölvunni, setja litla grind þar sem geisladrifið var, og harðan disk þar. Með þessu verðuru með tvo harða diska í tölvunni, einn SSD disk sem gerir allt á ljóshraða og annan hefðbundinn gagnadisk. SSD diskurinn keyrir  stýrikerfið og forritin þín og gamli diskurinn geymir öll gögnin þín.

En mig langar ekki að missa geisladrifið mitt!
Hugsaðu aðeins um eitt. Hversu oft hefurðu notað geisladrifið þitt á síðustu 12 mánuðum? Tvisvar sinnum? Fimm sinnum?

Ég spurði sjálfan mig þessarar spurningar og svarið var „sjaldnar en fimm sinnum“. Ef þú aftur á móti vilt geta gripið í geisladrif þegar þörf er á, þá geturðu keypt litla hýsingu og sett gamla geisladrifið í hana. Allir vinna.

OK, nú er ég orðinn spennt/spenntur. Vindum okkur í þetta. Hversu stóran SSD disk þarf ég?
Þetta er eitthvað sem hver verður að eiga við sig, en með tvöfaldara og réttum stillingum, þá geturðu takmarkað notkun SSD disksins, þannig að hann keyrir eingöngu sjálft stýrikerfið og uppsett forrit.

Dæmi: Ég er með tvo diska á tölvunni minni, 60GB SSD disk, og 320GB gagnadisk sem fylgdi með tölvunni. Á SSD disknum er ég með rúmlega 30GB af lausu plássi, en einungis 5GB á hinum. Ástæðan er sú að SSD diskurinn geymir í rauninni engin gögn, heldur bara forritin og sjálft stýrikerfið.

En verður tölvan eins og ný við þetta?
Ef myndbandið að ofan sannfærði þig ekki þá verður þessu best svarað með lítilli sögu. Árið 2009 keypti undirritaður litla og fína MacBook Pro tölvu. Tveimur árum síðar, eftir að ég hafði formattað hana, þá setti ég SSD disk í hana og stækkaði vinnsluminnið upp í 8GB.

Fyrir stuttu síðan keypti ég mér síðan Mac mini borðtölvu. Var rosalega sáttur með nýju tölvuna, opnaði Safari og var kominn með 12 opna flipa á nokkrum mínútum. Síðan ætlaði ég að opna iTunes. Þá sagði tölvan stopp. Þetta var eitthvað sem ég hafði vanið mig á að gera á 3 ára gamalli tölva, en glænýja Mac Mini tölvan réð einfaldlega ekki við þetta. Gamla tölvan var hraðari en sú nýja.

Það var því bara aðeins eitt í stöðunni. Ég fór með tölvuna í Macland, keypti af þeim eftirfarandi hluti: tvöfaldara+SSD disk og 8GB vinnsluminni. Kostnaðurinn við uppfærsluna var:

Vinnsluminni (8GB): 15.980 kr.
120 GB SSD diskur: 29.990 kr.
Tvöfaldari: 10.990
Vinna við ísetningu: (Vinnsluminni sett í, geisladrif fjarlægt, tvöfaldari settur í, og stýrikerfi klónað yfir á SSD ef þess er óskað): 13.500 kr.

Í dæminu að ofan þá nefndi ég algjöra hámarksuppfærslu sem kostar 70.500 krónur, og þá verður tölvan þín hraðari en glæný Mac tölva sem kostar meira en 200.000 krónur! Algengast í þessu er að einstaklingar taki þennan pakka fyrir utan vinnsluminnið, sem kostar þá 54.500 krónur með ísetningu.

54.500 fyrir „nýja“ tölvu. Er það ekki frekar góður díll?

Author

2 Comments

    • Sverrir Björgvinsson Reply

      Flest af þessum ráðum eiga nú jafnt við um Mac og PC 🙂

Write A Comment

Exit mobile version