Ef þú náðir í Messages forritið fyrir Mac OS X Lion þá hefurðu fengið smjörþefinn af því hvernig það er að nota iMessage á tölvunni þinni
Messages er nú hluti af Mountain Lion stýrikerfinu og nú vill Apple að notendur forritsins uppfæri í Mountain Lion ef þeir hyggjast nýta þjónustuna áfram
Apple sendi Beta notendum á Lion eftirfarandi póst fyrir stuttu og tjáði þeim þetta.
Ef þig langar því að nota iMessage á Apple tölvunni áfram þá þarftu að grípa veskið, gera þér (rafræna) ferð í App Store og splæsa $20/$25 í nýjasta stýrikerfið.
Mountain Lion [App Store]