Pixelmator

Ef þig langar í myndvinnsluforrit en vilt ekki kaupa Adobe Photoshop á raðgreiðslum, þá er þýska myndvinnsluforritið Pixelmator frábært forrit sem ætti að mæta flestum þörfum þínum.

Forritið, sem er með vinsælli forritum í Mac App Store, kostar venjulega $37.65 en er nú á helmingsafslætti og kostar því einungis $18.81

Það er ekki vitað hversu lengi forritið verður á þessu tilboðsverði, en óhætt er að draga þá ályktun að það verði fram yfir helgi þar sem að ein stærsta verslunarhelgi Bandaríkjanna er framundan.

Verslunaræðið hefst á svokölluðum svarta föstudegi eða Black Friday, þar sem verslanir reyna að selja gamlan lager með vænum afslætti til að rýma fyrir jólavörunum.

Smelltu á tengilinn fyrir neðan ef þú vilt skella þér í App Store og tryggja þér eintak af Pixelmator.

Ritstjórn
Author

Write A Comment