Jailbreak: Íslenskir iPhone, iPad og iPod touch notendur eru almennt nokkuð sáttir með iOS stýrikerfið frá Apple, en flestir eru þó sammála um að stuðningur við íslenskt lyklaborð mætti vera betri.
Eins og staðan er í dag þá þurfa þurfa notendur að ýta á og halda inni A til að fá Á, I til að fá Í o.s.frv. sem getur verið heldur tímafrekt ef maður er að skrifa langt bréf eða tölvupóst.
Með útgáfu iOS 6 stýrikerfisins þá bætti Apple aðeins úr stöðu mála þegar þeir bættu Þ, Æ, Ö og Ð við lyklaborðið, en að okkar mati er það ekki bót á máli að fá einungis suma séríslenska stafi á skjályklaborðið þegar notendur þurfa enn að rita Á, É, Í, Ó og Ú á gamla mátann. Raunar hafa sumir sagt að uppfærslan sé skref til baka, því þeir hafi vanist innslættinum í eldri útgáfum af iOS og þurft að „læra“ að skrifa upp á nýtt ef svo má að orði komast.
Ef þú hefur framkvæmt jailbreak á iOS tækinu þínu, þá geturðu sótt Cydia viðbót sem gerir þér kleift að fá séríslenska stafi á lyklaborðið sem eru alltaf til staðar á skjánum, og flýtir talsvert fyrir ritun á íslenskum texta.
Cydia viðbótin heitir iKeywi og kostar $1.99 í Cydia Store. Þegar þú hefur sótt pakkann þá ferðu í Settings og skrunar niður þangað til þú finnur iKeywi. Þar mælum við með eftirfarandi uppsetningu:
Að þessu búnu skaltu fara til baka og ýta á Save and Respring.
Nú ætti lyklaborðið þitt þá að líta svona út: