fbpx

Skýþjónustan Dropbox, sem gerir þér kleift að vista gögnin þín með tryggum hætti á netinu, er nú með svokallað Space Race í gangi fyrir háskóla út um allan heim.

Með Space Race þá getur þú veitt skólanum þínum stuðning og „keppt“ gegn öðrum skólum, og notendur fá að verðlaunum aukið pláss á Dropbox svæðið í tvö ár, en hversu mikið pláss þeir fá miðast við fjölda þátttakenda úr hverjum skóla. Svo dæmi sé tekið þá fá nemendur við Háskóla Íslands 15GB aukalega á Dropbox svæðið sitt.

Eina sem þú þarft að gera er að fara á Space Race síðuna, slá inn skólanetfangið og staðfesta það, og Dropbox plássið þitt ætti að stækka innan nokkurra mínútna. Ef þú notar ekki Dropbox þá máttu líka nýskrá þig og taka þátt.

Smáa letrið: Eins og sagt er að ofan þá gefur Dropbox þátttakendum aukið pláss í tvö ár. Það táknar að ef þú munt nýta þér þetta og fylla Dropbox-ið þitt, þá muntu að þeim tíma liðnum þurfa að tæma úr því eða borga fyrir þjónustuna. Hafðu það í huga þegar þú tekur þátt.

Þegar þetta er ritað þá er staðan meðal íslenskra skóla þessi (smellið á mynd til að sjá hana stærri):

Dropbox - staðan í Space Race

 

Avatar photo
Author

Write A Comment