fbpx

Ebates - Vefsíða vikunnarEf þú stundar ekki verslun á netinu þá þarftu ekki að lesa lengra, því vefsíða vikunnar að þessu sinni er vefurinn Ebates.com.

Ebates er vefur sem hentar þeim sem stunda netviðskipti frá Bandaríkjunum mjög vel, því hann býður upp á hina endurgreiðslu til kaupandans (ekki ólíkt aukakrónum) hjá mörgum af netverslunum Bandaríkjanna.

Endurgreiðslan virkar þannig að þú ferð inn á vefsíðu Ebates (stofnar reikning, og innskráir þig) og síðan slærðu inn heitið á vefsíðunni sem þú vilt eiga viðskipti við.

Gott dæmi um verslun sem hægt er að nýta þetta hjá er undirfataverslunin Victoria’s Secret, sem er ein vinsælasta netverslunin hjá Íslendingum. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan þá býður Ebates upp á 4% endurgreiðslu hjá Victoria’s Secret.

Victoria's Secret - 4%

Eina sem þarf að gera til að fá endurgreiðsluna, er að leita að búðinni sem þú vilt eiga viðskipti við (sjá mynd að ofan), smella á heiti búðarinnar, og fara á heimasíðu netverslunarinnar í gegnum Ebates (mikilvægt).

Síðan kaupirðu bara vörurnar sem þig langar í eins og venjulega með því að smella á Shop Now takkann hjá viðkomandi búð (sjá mynd fyrir neðan).

(Bónus: Þegar þú flettir upp búðum þá geturðu einnig oft séð afsláttarkóða sem hægt er að nota við pöntunina þína, þannig að sparnaðurinn verður enn meiri.)

Victoria's Secret - Shop Now

Endurgreiðslan koma svo á reikninginn þinn, og þú getur valið um endurgreiðslu í formi ávísunar eða PayPal innlagnar. Við mælum með PayPal og til að sannfæra ykkur um virkni síðunnar þá birtum við hér skjáskot af endurgreiðslu undirritaðs fyrir netverslun í gegnum síðuna undanfarin ár.

Ebates - Cash Back

Ebates býður auðvitað upp á endurgreiðslu hjá fleiri verslunum en Victoria’s Secret, sem var bara notuð í dæmisskyni. Síðan styður Hotels.com, eBay, BestBuy, Macy’s, Walmart, JCPenney og vissar deildir hjá Amazon, auk fjölda búða sem ekki gefst færi á að nefna hér.

Bara með því einu að panta hótelið eða bílaleigubílinn í fríinu þínu getur fært þér pening inn á Paypal sem þú getur svo notað til að kaupa jólagjafirnar á næsta ári.

 

Avatar photo
Author

Write A Comment