Skýþjónustan Dropbox gaf nýlega út stóra uppfærslu á iOS forriti fyrirtækisins, þegar Dropbox 2.0 kom í App Store.
Dropbox eru greinilega að leggja mikið undir til að notendur setji inn allar myndirnar sínar á Dropbox, því þeir hafa lagt ríka áherslu á flott og þægilegt viðmót þegar myndir eru skoðaðar (samanber myndin að ofan).
Dropbox hefur einnig gert notendum auðveldara að hlaða inn skrám á Dropbox reikninginn. Nú nægir að opna forritið og smella á plúsinn efst í forritinu til að setja inn nýja skrá á Dropbox svæðið.
Dropbox fæst í App Store, er fáanlegt á iPhone, iPad og iPod touch og er ókeypis.
Dropbox [App Store]