fbpx
Steve Jobs
Google Maps forritið var aðallega gert svo Steve Jobs gæti sýnt snertiskjáinn við kynningu iPhone.

Þangað til iOS 6 kom út, þá tóku allir iPhone eigendur því sem sjálfsögðum hlut að hafa Google Maps forrit á símanum. Það er því skemmtilegt að segja frá því að litlu munaði að forritið hefði ekki komið á iPhone, þegar hann kynntur til sögunnar árið 2007.

New York Times greindi frá þessu, en í grein blaðsins kom fram að Steve Jobs hafi ákveðið á síðustu stundu að það væri gott að hafa Google Maps forritið á símanum til að sýna eiginleika fjölsnertiskjásins.

Þegar Steve Jobs kynnti iPhone á Macworld 2007 þá sýndi hann Maps forritið við góðar undirtektir, og gerði svo stutt og saklaust símaat í Starbucks

Samningar um Google Maps fyrir iOS (sem þá var einfaldlega kallað iPhone OS) voru gerðir í miklum flýti. Google hafði ekki mikilla hagsmuna að gæta á snjallsímamarkaði. Android þá ekki farið að ryðja sér til rúms, og voru raunar líkari BlackBerry tækjum heldur en iPhone símum.

Eric Schmidt var þá forstjóri Google, og sat einnig í stjórn Apple sem hefur eflaust gert samningaviðræðurnar auðveldari. Samningar tókust, og Steve Jobs sagði svo tveimur starfsmönnum Apple að búa til Maps forrit sem hægt væri að nota á kynningunni. Þeir hlýddu yfirmanni sínum og gerðu forritið á þremur vikum.

Heimild: 9to5Mac

 

Avatar photo
Author

Write A Comment