fbpx

TuneIn RadioNú lifum við á þeim tímum að eftir 5-10 ár er alls óvíst að vísitölufjölskyldan muni eiga hefðbundið útvarp í eldhúsinu sem ómar þegar börnin koma heim úr skólanum . Það er því ekki von að maður spyrji sig hvernig maður eigi þá að hlusta á Spegilinn, Víðsjána og Reykjavík síðdegis heima hjá sér ef ekkert útvarp er á heimilinu. Við á Einstein ætlum að bæta úr því með því að benda á forrit sem gerir þér kleift að hlusta á íslenskar útvarpsstöðvar í bæði iPhone og Android (og raunar líka Blackberry og Windows Phone 7).

Forritið sem um ræðir heitir TuneIn Radio, og býður upp á yfir 58.000 þúsund útvarpsstöðvar, sem útskýrir hugsanlega af hverju yfir 30 milljón manns eru með forritið uppsett á tækjum sínum. Með TuneIn geturðu ýmis valið stöðvar eftir staðsetningu, tungumáli, auk þess sem þú getur séð hvaða stöðvar eru vinsælar og nýjar í forritinu.

TuneIn býður líka upp á svokallað Car Mode, og áður en þú hugsar hið augljósa að þú sért með útvarp í bílnum, þá gæti þessi hamur til dæmis hentað Íslendingum erlendis sem vilja hlusta á íslenskar morgunfréttir þegar þeir keyra til vinnu, eða ef einhverjir vilja taka sér pásu frá íslenskum útvarpsstöðvum og hlusta á eitthvað sértækara.

Í eftirfarandi myndbandi má sjá hvernig forritið virkar (og í leiðinni hlusta á ljúfa tóna eftir pólska tónskáldið Frédéric Chopin).

TuneIn Radio er til fyrir iOS (þ.e. iPhone og iPad) og Android. Einnig er hægt að fá TuneIn Radio Pro sem er án auglýsinga og gerir manni kleift að taka upp efni í forritinu til að spila síðar.

Avatar photo
Author

1 Comment

Write A Comment