fbpx

Pokki - Windows 8

Microsoft boðaði miklar breytingar með útgáfu Windows 8 stýrikerfisins sem kom út á síðasta ári. Helsta breytingin er án efa sú að stýrikerfið styður tvö viðmót, þ.e. Desktop og Metro. Desktop viðmótið er fyrir hefðbundnar tölvur en Metro viðmótið fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Helsta nýjungin fyrir tölvunotendur sem nota Desktop viðmótið er brotthvarf Start hnappsins sem var kynntur til sögunnar með Windows 95, og hefði komist á fjárræðisaldur á þessu ári.

Þeir sem vilja fá Start hnappinn aftur á Window 8 geta prófað forritið Pokki frá fyrirtækinu SweetLabs. Forritið (eða stýrikerfisviðbótin) hefur fengið góðar viðtökur, en fyrirtækið greindi frá því í síðustu viku að yfir 1,5 milljón notendur hafa sótt forritið af vefsíðu þeirra.

Pokki - Start hnappur

Ef þú hefur uppfært í Windows 8, þá gæti Pokki verið eitthvað fyrir þig.

 

Avatar photo
Author

Write A Comment