fbpx
Tag

Windows 8

Browsing

Pokki - Windows 8

Microsoft boðaði miklar breytingar með útgáfu Windows 8 stýrikerfisins sem kom út á síðasta ári. Helsta breytingin er án efa sú að stýrikerfið styður tvö viðmót, þ.e. Desktop og Metro. Desktop viðmótið er fyrir hefðbundnar tölvur en Metro viðmótið fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Helsta nýjungin fyrir tölvunotendur sem nota Desktop viðmótið er brotthvarf Start hnappsins sem var kynntur til sögunnar með Windows 95, og hefði komist á fjárræðisaldur á þessu ári.

Netflix á Íslandi

Í almennum leiðarvísi okkar um hvernig maður notar Netflix á Íslandi, þá fá Windows notendur einungis að njóta þess hvernig Playmo er sett upp á Windows 7 stýrikerfinu. Þarna var vinsælasta stýrikerfið valið, og leiðbeiningar fyrir það settar inn.

Frá því leiðarvísirinn var fyrst birtur þá hefur okkur alltaf borist stöku bréf, sem er oftast á þá leið hvernig maður setji inn þessar stillingar fyrir önnur Windows stýrikerfi. Við leystum slíkar beiðnir bara í hverju tilviki fyrir sig (enda stöndumst við sjaldnast mátið við fáum fallegar beiðnir í gegnum fyrirspurnakerfið).

Hér koma því uppsetningarleiðbeiningar fyrir öll Windows kerfi, allt aftur í Windows XP.

Windows 8 logo

Margir kannast við það hvimleiða vandamál að tölvan verður hæg eftir nokkurra mánaða notkun. Lausnin við því er þá oftast að prófa einhver hreinsunarforrit sem gera mismikið gagn, en vafalaust er besta ráðið að forsníða (e. format) tölvuna.

Á Windows 8 er það leikur einn, því nú býður stýrikerfið upp á tvo kosti, annars vegar Refresh the system og hins vegar Reset the system.