Moves er nýtt forrit fyrir iPhone sem var að lenda í App Store. Forritið gerir mann kleift að nota iPhone símann sem skrefamæli, þannig að þú getur fylgst með því hversu mikið þú hreyfir þig yfir daginn.
Helstu kostir forritsins eru áðurnefndur skrefamælir, auk þess sem hægt er að nota Moves til að rekja allar ferðir þínar yfir daginn. Með þeim hætti geturðu séð hversu mikið þú gengur, hjólar og keyrir í daglegu lífi þínu. Allt þetta er birt í forritinu á glæsilegan hátt eins og sést á myndinni að ofan.
Forritið er mjög sniðugt, en við bendum lesendum á að þar sem að Moves fylgist með öllum þínum hreyfingum, þá má segja að síminn sé í stanslausri notkun yfir allan daginn. Það leiðir til þess að rafhlöðuending símans er minni ef þetta forrit er ávallt í gangi. (sjá ráðin okkar til að auka rafhlöðuendingu í iOS).
Moves fæst í App Store og er ókeypis. Android og Windows Phone útgáfur eru væntanlegar síðar á árinu.