Nýr möguleiki, Video messages (eða videóskilaboð) mun brátt birtast á Skype fyrir Mac, iOS og Android notendur. Microsoft hefur verið að vinna að þessum eiginleika í nokkra mánuði, og samkvæmt okkar heimildum þá mun þessi eiginleiki standa notendum til boða í næstu viku.
Notendur munu þá geta sent tengiliðum sínum allt að þriggja mínútna löng myndskeið. Áætlað er að stuðningur við Windows og Windows Phone muni koma fyrir lok aprílmánaðar, en þangað til munu þeir fá einfaldan tengil svo þeir geti horft á videóskilaboð sem þeim berast.
Heimild: The Verge