fbpx

Vefsíða vikunnar - Project Gutenberg

Project Gutenberg er heljarinnar rafbókasafn og geymir safn meira en 42.000 rafbóka, sem eigendur iPad, Kindle, Android spjaldtölva o.s.frv. geta nýtt sér til að fylla tæki sín af bókum fyrir næstu bústaðaferð.

Síðan veitir aðgang að bókum sem ekki eru háðar höfundarétti, en það eru sígildir sögur eins og Stikilsberja-Finnur eftir Mark Twain, Vesalingarnir eftir Vigo Hugo og Ulysses eftir James Joyce. Úrval bóka á íslenskri tungu er miður gott, en lang stærstur hluti bókanna er á ensku.

Eitt virkilega sniðugt hjá Project Gutenberg er sérstakur Dropbox tengill við allar Kindle og ePub útgáfur af rafbókum. Með því að smella á slíkan tengil (sjá meðfylgjandi mynd), þá geta Dropbox notendur notendur sent rafbókina beint í á Dropbox svæðið sitt í sérstaka „Gutenberg“ möppu. Einstaklingar þurfa þá ekki að tengja tækið sitt við tölvu til að fá rafbækur á tækin sín.

Stikilsberja-Finnur
Hér sést tengillinn til að hala niður rafbókum beint á Dropbox svæði notandans.

Avatar photo
Author

1 Comment

Write A Comment