fbpx

Vefsíða vikunnar - Eat This Much

Langar þig að léttast um nokkur kíló? Viltu fá ábendingar um skemmtilegar (og jafnvel hollar) uppskriftir? Ertu orðinn leið/leiður á því að borða brauð með smjöri, osti og skinku fimmta daginn í röð?

Ef svarið við einhverri af ofangreindum spurningum er játandi, þá skaltu kíkja á vefsíðu vikunnar.

Eat This Much mælir með máltíðum út frá skilyrðum sem notandinn setur hverju sinni. Eina sem þú þarft að slá inn er hitaeiningafjöldi og fjölda máltíða.

Nú, ekki eru allir sem vita hversu margar hitaeiningar þeir eiga að innbyrða (þ.á m. undirritaður). Fyrir þessa aðila er vefurinn með reiknivél sem sýnir ráðlagðan hitaeiningafjölda út frá hæð, þyngd, kyni og virkni einstaklingsins.

Eat This Much - Reiknivél

Eftir að þú slærð inn þessar upplýsingar þá færðu fjölbreytt matarplan úr öllum fæðuflokkunum.

Eat This Much - matarplan

Ef þú vilt ekki borða einhverja máltíð sem mælt er með, þá geturðu hæglega skipt út henni út og fengið aðra. Gífurlega hentugt fyrir þá sem vilja ekki borða vissar fæðutegundir.

Eat This Much - Meal Refresh

 

Avatar photo
Author

Write A Comment