Á nethringnum síðustu mánuði þá hafa auglýsingar frá Domino’s, Símanum og Liðsstyrk eflaust ekki farið framhjá þér. Íslendingar erlendis hafa svipaða sögu að segja, sjá auglýsingar frá aðilum í búsetulandi sínu, hvort sem það er Danmörk, Stóra-Bretland eða soldánsdæmið Brunei.
Þessi fyrirtæki eru ekki að auglýsa hjá síðunni sem þú ert að skoða hverju sinni, heldur kaupa birtingar eða smelli í gegnum Google AdSense, auglýsingakerfi Google.
Google hefur miklar tekjur af þessu kerfi sínu, og í eftirfarandi skýringarmynd sem auglýsingastofan WordStream bjó til má sjá tekjur fyrirtækisins af snjalltækjanotkun notenda.
Heimild: Venturebeat