Bandaríska tæknifyrirtækið Apple er að undirbúa framleiðslu á nýrri kynslóð af iPhone símanum vinsæla.
Talið er að síminn muni koma á markað í júlí. Apple myndi þá að öllum líkindum kynna símann á WWDC ráðstefnu sinni sem fyrirtækið heldur í júnímánuði ár hvert.
Enn fremur er talið að ódýrari gerð af iPhone símanum muni líta dagsins ljós, sem mun mun miðast við neytendur á ódýrari markaðssvæðum, t.d. Indlandi og Kína.
Wall Street Journal greindi frá þessu, sem er talið renna stoðum undir þennan orðróm, en þegar Apple vill leka fréttum í fjölmiðla þá verða Wall Street Journal og/eða New York Times oftast fyrir valinu (sbr. t.d. fréttir um hugsanlega framleiðslu Apple á snjallúri fyrir skömmu síðan).