Tölvupóstþjónustan Gmail fagnar nú níu ára afmæli sínu. Þjónustan er stærsta svokallaða „20% verkefni“ sem Google hefur sent frá sér, en fyrirtækið leyfir starfsfólki sínu að verja þeim tíma til að vinna að verkefnum að eigin vali.

Aðrar vinsælar þjónustur sem eru runnar undan rifjum Innovation Time Off eins og fyrirbærið kallast eru Google News og Google AdSense.

Í tilefni afmælisins þá brettu Gmail-liðar upp ermarnar og gerðu þessa skýringarmynd sem fer aðeins yfir sögu og þróun Gmail í gegnum árin.

9 ár af Gmail

Heimild: Gmail Blog
Ritstjórn
Author

Write A Comment