fbpx

WWDC 2013

WWDC ráðstefna Apple hefst kl. 17 í dag, þar sem tæknirisinn mun kynna helstu nýjungar sínar fyrir iOS og Mac.

Tim Cook setur ráðstefnuna með stefnuræðu sinni, auk þess sem að Phil Schiller, markaðsstjóri fyrirtækisins og aðrir háttsettir starfsmenn þess munu stíga á svið og kynna það helsta sem fyrirtækið er að vinna að þessa dagana.

Á viðburðinum mun Apple kynna iOS 7 og Mac OS X 10.9, auk þess sem talið er að fyrirtækið muni kynna nýjungar og betrumbætur fyrir iCloud og jafnvel streymiveituna iRadio, sem yrði þá í beinni samkeppni við Spotify, Rdio og Google Play Music All Access.

Apple TV eigendur munu geta fylgst með viðburðinum í beinni útsendingu á „Apple Events“ forritinu, sbr. myndin hér fyrir neðan.

Apple TV - WWDC 2013

Avatar photo
Author

Write A Comment