fbpx

Facebook Hashtags

Á góðri íslensku heita þau myllu- eða krossmerki, en almennt tala flestir um „hashtag“ eða „hashtögg“ og Facebook er farið að styðja þau opinberlega.

Twitter hefur skapað sér ákveðna sérstöðu með stuðningi fyrir þessi merki, sem auðveldar fólki að fylgjast með vissum umræðum, og þegar leitarsíða Twitter er skoðuð (search.twitter.com) þá má iðulega sjá nokkur krossmerki undir Trends, sem sýnir heitustu umræðurnar þá stundina.

Facebook ætlar sér að fara hægt í sakirnar og mun því ekki veita öllum heiminum #hashtag stuðning á sama tíma. Fyrst um sinn mun lítill hluti notenda geta nýtt sér krossmerki áður en fleirum verður hleypt að.

Avatar photo
Author

Write A Comment