Bandaríska tæknifyrirtækið Apple gaf út stýrkerfið iOS 7 í gær fyrir eigendur iPhone, iPad og iPod touch tækja. Notendur hafa beðið eftir stýrikerfinu með mikilli eftirvæntingu, og álagið á vefþjónum Apple var svo mikið í gær að margir lentu í vandræðum með að uppfæra tækin sín.
Markaðsrannsóknarfyrirtækið Mixpanel fylgist nú með því hversu margir notendur hafa uppfært tækin sín í iOS 7, og niðurstöðurnar eru sláandi.
Á þeim 14 klukkustundum sem iOS 7 hefur verið fáanlegt þá hafa yfir 23% notenda uppfært tækin sín, og þær tölur eiga eflaust eftir að hækka talsvert á næstu dögum.
iOS 7 adoption [Mixpanel]