iOS 7 stýrikerfið frá Apple er með aðdáendur úr öllum hópum þjóðfélagsins. Margir hafa uppfært tækin sín í iOS 7, og þeir sama hafa gert það hvetja vini og vandamenn til að gera slíkt hið sama.
Lögregluembættið í New York borg bættist nýlega í breiðan hóp iOS 7 aðdáenda. Þeir vilja að einstaklingar uppfæri tækin sín út af nýjum eiginleika í iOS 7 sem heitir Activation Lock.
Eiginleikinn virkar þannig að ef eigandi iOS tæki er með iOS 7 uppsett og forritið Find my iPhone / iPad, þá er hvorki hægt að slökkva á Find my iPhone né forsníða (e. format) tækið, nema notandaupplýsingar eigandans eru slegnar inn.