fbpx

Tim Cook - iPad event - 22. okt 2013

Bandaríska tæknifyrirtækið Apple var með viðburð fyrr í dag þar sem fyrirtækið kynnti nýjar vörur, nýtt stýrikerfi og nýjan hugbúnað.

Ef maður ætti að tala um einhvern einn hlut sem miðpunkt kynningarinnar þá er það vafalaust kynningin á iPad Air, nýjustu kynslóð iPad spjaldtölvunnar

iPad Air
iPad Air spjaldtölvan frá Apple

iPad Air er í raun bara næsta kynslóð af iPad, nema að spjaldtölvan er bæði þynnri og léttari en forverar sínir. Apple nýtti þá tækifærið og nefndi tölvuna iPad Air til að forðast þann vanda að fólk tali um spjaldtölvuna sem iPad 5 í daglegu tali.

Apple kynnti einnig iPad mini með Retina skjá, nýjar Macbook Pro tölvur, útgáfumánuð Mac Pro og margt fleira.

Mac OS X Mavericks kom einnig út í dag og er ókeypis uppfærsla fyrir þá sem eru með Mac OS X Mountain Lion.

Avatar photo
Author

Write A Comment