Tal - lúxusnet

Fjarskiptafyrirtækið Tal hefur kynnt nýja þjónustu sem þeir kalla lúxusnet, þar sem fyrirtækið hyggst bjóða upp á bæði öruggt og landamæralaust internet.

Á lúxusneti Tal er er öryggisnetsía sem mun koma í veg fyrir að viðskiptavinir fyrirtækisins fari inn inn á óæskilegar og varasamar vefsíður,  sem innihalda t.d. einhver spilli- eða njósnaforrit (e. malware og spyware)  svo dæmi séu tekin.

Stóru fréttirnar eru þó þær, eins og sést á myndinni að ofan, að viðskiptavinir Tal geta nú einnig horft á Netflix og Hulu án atbeina utanaðkomandi aðila. Ef þú ert í viðskiptum hjá Tal, þá dugir að fara á vefsíðuna fyrir neðan, virkja lúxusnetið og þá ertu í góðum gír.

Ritstjórn
Author

Write A Comment