Undanfarna daga hefur streymiveitan Netflix verið mikið í umræðunni hérlendis, einkum og sér í lagi eftir að fjarskiptafyrirtækið Tal fór að bjóða upp á lúxusnetið (sem fyrirtækið auglýsir m.a. á þessum vef). Þessi deila er nokkuð einkennileg, og að mörgu leyti skemmtileg.
Fyrst ber að benda á þá staðreynd að afstaða SMÁÍS og annarra hagsmunaaðila til Netflix notenda hérlendis virðist vera nokkuð á reiki. Pétur Gunnarsson hjá Fréttatímanum gerði úttekt á Netflix sem birtist helgina 5.–7. júlí. Þar var rætt við nokkra aðila, þ. á m. Snæbjörn, og hljóðið í honum var heldur gott. [pl_blockquote cite=“Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS (Fréttatíminn 5.-7. júlí 2013)“] Við gerum ekki athugasemdir við að fólk eigi viðskipti við löglega erlenda þjónustu þar sem erlendir rétthafar fá sitt greitt.[/pl_blockquote]
Um hvað snýst deilan? Er ég að brjóta lög?
SMÁÍS telur deiluna snúast um “réttinn yfir Íslandi”. Ákveðnir aðilar með þennan rétt telja sig því geta einokað markaðinn og selt vöruna á því verði sem þeir kjósa. Jónas Kristjánsson, fyrrum ritstjóri DV, hitti naglann á höfuðið þegar hann reit greinarkorn um þetta í fyrradag:
Málið snýst ekki um höfundarrétt, heldur um verzlunarfrelsi. Tilgreindir aðilar þykjast eiga Íslandsverzlunina og vilja banna mönnum að verzla við aðra en þá.
Með því að eiga viðskipti við Netflix þá ertu ekki að brjóta lög. Netflix er lögleg þjónusta, og þótt hún sé ekki opinberlega í boði hérlendis þá eru kvikmyndagerðarmenn að fá greitt fyrir vinnu sína, eins og Snæbjörn hjá SMÁÍS greindi sjálfur frá í sumar þegar hann talaði um erlenda rétthafa. Það er kjarninn í þessu öllu saman.
SMÁÍS, 365 og aðrir einokunarherrar á þessm afþreyingarmarkaði hafa ávallt talað um að Netflix sé notað ólöglega hérlendis. Það er ekki satt. Íslendingar eru ekki að brjóta nein lög með því að nota Netflix.
En… SMÁÍS ætlar að kæra.
Hótanir Smáís og annarra aðila eru ekki nýjar af nálinni. Árið 2007 gerði SMÁÍS heiðarlega tilraun til að fara í mál við verslunina Eico, sem hafði milligöngu um kaup á SKY-áskrift fyrir viðskiptavini sína. Lögmenn Neytendasamtakanna voru ekki á sama máli og SMÁÍS, og sögðu Íslendinga með SKY-áskrift ekki vera að brjóta gegn reglum. Málinu var vísað frá, bæði fyrir héraðsdómi og Hæstarétti vegna aðildarskorts SMÁÍS. [pl_accordion name=“accordion“][pl_accordioncontent name=“accordion“ number=“1″ heading=“Sögustund (fyrir þá sem hafa áhuga)“ open=“no“] Karen Murphy er kráareigandi í Portsmouth, Englandi, sem vildi leyfa viðskiptavinum sínum að horfa á enska boltann. Mánaðargjald svokallaðar “baráskriftar” hjá Sky,var þá £696/mán (134.000 kr./mán.). Karen sá ekki fram á að hafa efni á því, skoðaði aðra möguleika og keypti að lokum gervihnattadisk og áskrift að grísku stöðinni Nova. Áskriftin þar kostaði einungis £66/mán (13.000 krónur).
Sky fór í mál við hana, sem leiddi til þess að Karen var gert að greiða Sky 8000 pund (1,5 milljónir króna). Karen gafst ekki upp, heldur fór með málið fyrir Evrópudómstólinn, sem sagði að bann á innflutningi, sölu eða notkun erlendra sjónvarpsmóttakara væri þvert á frelsi manna til að útvega og sækjast eftir þjónustu. [pl_blockquote pull=“right“ cite=“Karen Murphy, kráareigandi í Portsmouth“]Ég gat aldrei skilið hvernig einkafyrirtæki getur einokað markaðinn og ráðið hvar ég kaupi vöru og á hvaða verði[/pl_blockquote][/pl_accordioncontent][/pl_accordion]
Miðað við fréttaflutning 365 miðla, þá virðist SMÁÍS ætla að kæra, og leggja til grundvallar að brotið hafi verið á 50. gr. b höfundalaga nr. 73/1972, sem varðar sniðgöngu á tæknilegum ráðstöfunum. Þá er spurningin hvernig beri að túlka þetta tiltekna lagaákvæði.
Þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáv. menntamálaráðherra mælti fyrir frumvarpi til þessara laga þar sem þessu ákvæði var bætt við höfundalög. Þá sagði hún tók hún sérstaklega fram að ákvæðið ætti ekki við um ráðstafanir til að skipta heiminum upp í tiltekin markaðssvæði.
[pl_blockquote cite=“Þorgerður K. Gunnarsdóttir, þáv. menntamálaráðherra“]Ákvæðum [innsk: 50. gr. b höfundalaga] frumvarpsins um vernd tæknilegra ráðstafana er m.ö.o. ekki ætlað að vernda ýmsar ráðstafanir útgefenda hljóð- og myndrita til að skipta heiminum upp í tiltekin markaðssvæði.[/pl_blockquote]
Samantekt
Ólögleg dreifing á höfundaréttarvörðu efni er vandamál. Það vita allir. Netflix var fyrsta þjónustan til að átta sig á því að niðurhal væri samkeppnisaðili á markaðnum, eins fáránlegt og það hljómar. Netflix sá að niðurhalið var ekki bara vinsælt út af „verðinu“, heldur einnig út af auðveldu aðgengi.
Netflix svaraði þessari þörf notenda um auðvelt aðgengi að efni, og til marks um það má benda á norska rannsókn sem sýnir að ólögleg dreifing kvikmynda dróst saman um rúmlega helming milli 2008 og 2012.
2 Comments
Held að það ætti að loka þessu smáís batterý…..
Þreytt hvað menn eru lengi að bregðast við breyttum aðstæðum.