fbpx

evasi0n - Jailbreak

Jailbreak fyrir nýjustu útgáfu af iOS er jafnan beðið með mikilli eftirvæntingu, og leit dagsins ljós stuttu fyrir síðustu jól. Þetta jailbreak þótti nokkuð umdeilt, og því ákváðum við að bíða með umfjöllun um það þangað til öldurnar lægði aðeins.

Hvað var umdeilt?

(Getur sleppt þessu ef þú vilt fara beint í jailbreak-ið)
Venjulega þegar jailbreak á iOS tækjum er framkvæmt, þá hefur það í för með sér að notandinn fær Cydia Store á tækið sitt, sem gerir honum kleift að setja upp forrit og fá meiri stjórn á tækinu. Jailbreak hópurinn Evad3rs, sem bjuggu til þetta “evasi0n jailbreak”, ákváðu t.a.m. að gefa út þetta jailbreak án samráðs við Jay Freeman, sem er betur þekktur sem Saurik, og er heilinn á bak við Cydia.

Af því að ekki var talað við Saurik, þá var ekki búið að uppfæra nokkur lykilforrit fyrst um sinn, og því var jailbreak ekki vænlegur kostur.

Þá kom einnig í ljós að ef kínverskir notendur (og engir aðrir) framkvæmdu jailbreak á tækjum sínum þá fengu þeir, auk Cydia, aðra forritabúð sem heitir Taig og gerir fólki kleift að sækja forrit úr App Store án þess að borga fyrir þau.

Nú hafa Evad3rs tekið Taig úr uppsetningarpakkanum og flest lykilforrit og viðbætur í Cydia virka með iOS 7, þannig að einstaklingum er óhætt að framkvæma jailbreak á tækjum sínum.

Jailbreak leiðarvísirinn

Til að framkvæma jailbreak á iOS tækinu þínu þá skaltu gera eftirfarandi:

Nokkur atriði sem þú þarft að athuga:
* Vertu viss um að þú sért með nýjustu útgáfuna af iTunes uppsetta á tölvunni þinni.
* Passaðu að þú sért ekki með Passcode á tækið þitt þegar þú ætlar að framkvæma jailbreak á því.
* Taktu afrit af öllum gögnum iOS tækisins í iCloud eða iTunes.

Skref 1: Byrjaðu á að taka afrit af tækinu þínu í iTunes. Það gerirðu með því að tengja tækið þitt við tölvu, opna iTunes og hægri-smella þar á tækið þitt undir Devices, og velja Back Up. Einnig er hægt að taka afrit af tækinu yfir iCloud frá Apple en það tekur lengri tíma.

Þetta er nauðsynlegt ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis, og enn mikilvægara nú en áður, því margir hafa lent í vandræðum þegar þeir framkvæma jailbreak á tæki sem hefur verið uppfært í nýjustu útgáfu af iOS beint úr tækinu en ekki í gegnum iTunes (þ.e. þegar einstaklingar fara í Settings > General > Software Update til að uppfæra tækið).

Skref 2: Náðu í evasi0n forritið fyrir þitt stýrikerfi. [Mac útgáfa] [Windows útgáfa]

Skref 3: (valkvætt) Við mælum með því að einstaklingar fari í iTunes og smelli á Restore til þess að iTunes sæki nýjustu útgáfuna af iOS stýrikerfinu og setji upp á tækið þitt. Þegar iTunes er búið að núllstilla símann þá gefst þér kostur á að velja Restore from backup svo þú fáir öll gögnin þín inn aftur.

Skref 4: Ef þú ert með Passcode Lock á iPad eða iPhone símanum þínum þá þarftu að taka hann af. Þú gerir það með því að fara í Settings > General > Passcode Lock og stillir það á OFF.

Skref 5: Passaðu að iTunes og Xcode séu ekki í gangi áður en lengra er haldið, því næst ertu að fara að opna evasi0n forritið úr skrefi 2.

Skref 6: Nú skaltu opna evasi0n forritið. Ef tölvan nemur iOS tækið þitt þá ætti skjár líkur þessum að birtast hjá þér.evasi0n - Jailbreak iOS 7

Skref 7: Smelltu á Jailbreak hnappinn í forritinu. Á meðan þetta ferli er í gangi þá máttu alls ekki fikta neitt í tækinu þínu. Láttu það alveg vera þangað það er búið að endurræsa sig og þú sérð Home Screen.

Skref 8: Ef nokkrar mínútur eru liðnar þá ætti evasi0n að birta skilaboðin „To continue, please unlock your device and tape the new ‘evasi0n 7’ icon„

Nú skaltu fylgja leiðbeiningum forritsins, og finna evasi0n 7 á iOS tækinu þínu. Smelltu einu sinni á forritið og bíddu svo róleg/rólegur. Þetta er eðlilegt. Nú skaltu bara fylgjast með evasi0n forritinu í tölvunni þangað til að sérð skilaboðin „Done!“ í evasi0n forritinu á Mac/Windows tölvunni þinni. Tækið mun endurræsa sig nokkrum sinnum á meðan þessu ferli stendur, sem er einnig eðlilegt.

Skref 9: Nú ætti Cydia að vera komið á heimaskjáinn þinn, og í beinu framhaldi ættirðu að geta sett upp nokkrar Cydia viðbætur.

Avatar photo
Author

1 Comment

  1. Hversu mikið vesen er að fara til baka í iOs 7 ef manni líkar ekki jailbreak-ið ?

Write A Comment